Aðalverðlaunin hlaut Ralf Muller, prófessor hjá Business Institute í Noregi. Hann er einn af helstu rannsakendum á sviði verkefnastjórnunar á heimsvísu og er situr í stjórn Rannsóknarmiðstöðvar um verkefnastjórnun (Institute for Project Management) hjá Háskóla Íslands.

Samstarf Mullers á sviði rannsókna um verkefnastjórnun og Háskóla Íslands hefur aukist frá því hann tók sæti í stjórn Rannsóknarmiðstöðvarinnar. Hann hefur jafnframt ráðlagt við áherslur og efnisval meistararitgerða nemenda með það fyrir augum að styrkja fræðasvið verkefnastjórnunar á Íslandi.

Muller hafði frumkvæði að nýju rannsóknarverkefni, sem Háskóli Íslands tekur þátt í en fulltrúi skólans er Inga Minelgaite, dósent og umsjónarmaður MS í verkefnastjórnun. Þetta nýja rannsóknarverkefni hefur þegar staðist fyrsta mat hjá IPMA og verið valið fyrir aðra umferð.

(Tekið af vef HÍ)

Frétt IPMA um rannsóknarverðlaun má lesa hér

 Þess má geta að Ralf Muller var fyrirlesari á ráðstefnu VSF árið 2018