Verkefnastjórnunarfélagið hélt árlega ráðstefnu sína fimmtudaginn 3. nóv. og vinnustofu morguninn eftir. Báðir viðburðirnir voru vel sóttir og vill stjórn VSF þakka fyrirlesurum og ráðstefnugestum kærlega fyrir þátttökuna.

Hér er hægt að nálgast glærur fyrirlesara:

Edda Jónsdóttir, verkefnaskráarstjóri hjá RVK, Frá áskorun til útfærslu: forgangsröðun, verkefnaskrá og framkvæmd í stafrænni umbreytingu Reykjavíkurborgar.

Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Arctic Adventures, Listin að mistakast.

Guðrún Snorradóttir, stjórnendaþjálfi, Að vinna með styrkleika í teymi.

Henrik Söndergaard, ráðgjafi og eigandi HKS Consulting, Robust Budgets & Plans

Kristrún Anna Konráðsdóttir, teymisþjálfi og MPM, Hvernig byggja verkefnastjórar umhverfi árangurs?

Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, Jákvæð verkefnastjórnun.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heimsfaraldur – listin að vera viss í óvissu.