Beint į leišarkerfi vefsins

Hvaš er IPMA vottun D - stig?

IPMA D-stig - Certified Project Management Associate

IPMA vottun samkvæmt stigi D (IPMA Level D® ) er staðfesting á þekkingu umsækjandans á sviði aðferðafræði verkefnisstjórnunar. Umsækjandi situr 3. tíma próf, þar sem annars vegar er krossapróf og hins vegar ritgerðaspurningar og verkefni til úrlausnar.

Gildistími vottunar er frá 1. september 2010 er 5 ár - sjá einnig Endurvottun D vottanir teknar fyrir 1. september 2010 gilda í 10 ár.

Hverjir geta fengið vottun samkvæmt D-stigi?

D-stig vottun krefst víðtækrar þekkingar á aðferðafræði verkefnastjórnunar, en minni áhersla er lögð á reynslu viðkomandi af verkefnastjórnun.

Umsækjandi um D-vottun:

Hefur þekkingu á öllum hæfnisþáttum verkefnastjórnunar (lykilhæfni).

  • Getur unnið innan allra hæfnisþáttanna.
  • Starfar sem þátttakandi í verkhóp eða sem starfsmaður í verkefnastjórnun.
  • Hefur breiða þekkingu á verkefnastjórnun og getu til að beita henni.

Reynsla í verkefnastjórnun er ekki nauðsynleg á þessu stigi, en það er æskilegt að umsækjandi hafi þegar beitt þekkingu sinni á verkefnastjórnun að einhverju leyti.

Prófið er á íslensku. Hægt er að þreyta prófið á ensku - er umsækjandi beðinn um að taka það fram sérstaklega strax við umsókn ef þess er óskað.

Ferli D-vottunar - Certified Project Management Associate

  1. KYNNING á IPMA vottunarferlinu
  2. UMSÓKN lögð fram af umsækjanda
  3. PRÓF - Skriflegt próf, um það bil 55 beinar spurningar, 3 ritgerðarspurningar, 1 verkefni til úrlausnar. tekur 3 klst. 
  4. NIÐURSTAÐA matsmanna liggur fyrir

Janúar 2011


Višburšir


Stjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré